|
|
Ég hef farið víða, ég hef verið hér og þar |
|
og ég veit að við öllum þessum spurningum er til eitt og annað loðið svar. |
|
Og ég hef verið fyrir austan þar sem fjöllin sökkva sjálfsagt enn. |
|
Í sjóinn ég þambaði pilla einmitt þar sem fjallaskáldið skálaði í denn. |
|
|
|
|
þeim sem heldurðu að vilji muna eftir mér. |
|
|
Barnatrúnni er ég vísast búinn að gleyma |
|
|
en það bíður jú hver loks eftir sjálfum sér. |
|
|
Ég komi í Hallormsstað þar sem angan engu líka |
|
ég ætlaði mér að þefa upp en ég fann þar ekki nokkra slíka. |
|
Einungis þýskar kengúrur, kynjadýr |
|
já og kjarr, tuttugu metra hátt, dreifbýlissjoppu og gaddavír. |
|
|
|
Heilsaður sérhverjum heima |
|
|
sem þú heldur að vilji gangast við mér. |
|
|
Barnatrúnni er ég vísast búinn að gleyma |
|
|
en það bíður jú allra að þurfa að staldra við eftir sjálfum sér. |
|
|
Og nú er ég hérna á mölinni í mestri nánd og firð, |
|
jú mér miðar sjálfsagt eitthvað og ég skal svara þér ef þú spyrð. |
|
Og þegar svo allir eru komnir undir sæng og biðja þar bænirnar sínar |
|
þá bíð ég hér í myrkrinu eftir að heyra þínar. |
|
|
|
|
sem þú heldur að gangist við mér. |
|
|
Barnatrúnni er ég fyrir löngu búinn að gleyma |
|
|
en það bíður jú hver loks eftir sjálfum sér. |
|
|
|
Heilsaðu hverjum þeim heima |
|
|
sem þar harka aleinn af sér. |
|
|
Barnatrúnni er ég að mestu búinn að gleyma |
|
|
en þú bíður jú, allavegana eftir mér. |
|