Ég er réttur og sléttur ræfill, |
|
já, ræfill, sem ekkert kann. |
|
Ég hélt þó hér forðum, að guð og gæfan |
|
myndi gera úr mér afbragðs mann. |
|
|
Ef til vill framsóknarfrömuð, |
|
því fátt er nú göfugra en það, |
|
og ef til vill syngjandi sjálfstæðishetju |
|
með saltfisk í hjartastað. |
|
|
En allt lýtur drottins lögum, |
|
í lofti, á jörð og í sjó. |
|
Ég eltist og snýst við minn eigin skugga |
|
|
|
Sem réttur og sléttur ræfill |
|
ég ráfa um stræti og torg, |
|
með hugann fullan af hetjudraumum, |
|
en hjartað lamað af sorg. |
|