Ég vitja þín æska um veglausan mar |
|
eins og vinar af horfinni strönd |
|
og ég man það var vor er við mættumst við þar |
|
þá var morgun um himinn og lönd |
|
|
þar var söngfuglamergð, öll á flugi og ferð |
|
|
en þó flaug enginn glaðar sinn veg |
|
|
og um heiðloftin blá vatt sér væng sínum á |
|
|
og sér vaggaði léttar en ég. |
|
|
Þá söng ég um ástina sigurljóð tóm |
|
og um sakleysi, æsku og frið |
|
og ég leitaði upp öll hin ljúfustu blóm |
|
til að leggja þau hjarta mitt við |
|
|
Kossar margtóku þá unga eldheita þrá |
|
sem að eilífðin gæti ekki kælt |
|
Hvað hún helg var og hrein, vita vorkvöldin ein |
|
og hve vinina dreymdi þá sælt |
|
|
Og man ég það löngum hvað blómið var blítt |
|
og við brjóstið mitt hallaði sér |
|
Mér fannst þá sem Guð hefði gert það svo frítt |
|
og hann geymdi það rétt handa mér |
|
|
Öll hin fegurstu blóm urðu allslaus og tóm |
|
en þau urðu mér dálítið kunn |
|
Eftir örstuttan leik, var hver blómkróna bleik |
|
og hver bikar var tæmdur í grunn |
|