|
|
|
Er sumarið kom yfir sæinn |
|
|
og sólskinið ljómaði um bæinn |
|
|
og vafði sér heiminn að hjarta, |
|
|
ég hitti þig ástin mín bjarta. |
|
|
| |
Og saman við leiddumst og sungum |
|
| |
með sumar í hjörtunum ungum, |
|
| |
hið ljúfasta úr lögunum mínum, |
|
| |
ég las það úr augunum þínum. |
|
|
|
Þótt húmi um hauður og voga, |
|
|
mun himinsins stjörnudýrð loga |
|
|
um ást okkar, yndi og fögnuð, |
|
|
þó andvarans söngrödd sé þögnuð. |
|