| F | Bb | F | Í | birkilaut hvíldi ég | bakkanum | á. |
|
| C | F | Dm | Gm | C | Þar | bunaði | smá | lækjar | spræn | a. |
|
| F | Bb | F | Bb | C | Mig | dreymdi, að í | sól | skini | sæti ég | þá |
|
| F | Gm | F | Bb | C7 | F | hjá | smám | ey við | kotb | æinn | græn | a. |
|
|
Og hóglega í draumnum með höfuðið lá |
|
í hnjám hinnar fríðustu vinu, |
|
og ástfanginn mændi ég í augun hin blá, |
|
sem yfir mér ljómandi skinu. |
|
|
Úr fíflum og sóleyjum festar hún batt, |
|
þær fléttur hún yfir mig lagði. |
|
Þá barðist mér hjartað í brjóstinu glatt, |
|
en bundin var tungan og þagði. |
|
|
Loks hneigir hún andlitið ofan að mér, |
|
svo ylmblæ af vörum ég kenni. |
|
Ó fagnaðar yndi, hve farsæll ég er. |
|
Nú fæ ég víst kossinn hjá henni. |
|
|
En rétt þegar nálgaðist munnur að munn, |
|
að meynni var faðmur minn snúinn, |
|
þá flaug hjá mér þröstur, svo þaut við í runn, |
|
og þar með var draumurinn búinn. |
|