Hvað sem ég gerði það var aldrei nógu gott |
|
ef búrið er opnað flýgur fuglinn á brott |
|
Hugur minn var stormur kalin hjartarót |
|
næturnar voru martröð dagurinn sárabót |
|
|
Þína leið ég reyndi það dró úr mér mátt |
|
það varð allt svo litlaust lítt spennandi og grátt |
|
Þú reyndir að bera klæðin á vopnin biðja um sátt |
|
en í þetta sinn var boginn spenntur of hátt |
|
|
Þú hittir mig á götu spyrð hvort heilsan sé góð |
|
augun þín tjá mér hatur hjartað öskrar á blóð |
|
’Eg gerði þér greiða það var liðið þú hlóst |
|
þú hafðir mig að fífli og ég gerði mér það ljóst |
|
|
Músikin var keppinautur sem þú réðir ekki við |
|
þú skyldir aldrei þrá mína að komast á svið |
|
’Astæðan að ég fór var ekki út af annari ást |
|
músikin á hjarta mitt og hefur alltaf átt |
|