|
|
Ó, þá heill að halla mega |
|
höfði sínu í Drottins skaut. |
|
Ó, það slys því hnossi að hafna, |
|
hvílíkt fár á þinni braut, |
|
ef þú blindur vilt ei varpa |
|
von og sorg í Drottins skaut. |
|
|
|
|
bíðir freistni, sorg og þraut. |
|
óttast ekki, bænin ber oss |
|
beina leið í Drottins skaut. |
|
Hver á betri hjálp í nauðum? |
|
Hver á slíkan vin á braut, |
|
hjartans vin, sem hjartað þekkir? |
|
Höllum oss í Drottins skaut. |
|
|
|
Ef vér berum harm í hjarta, |
|
hryggilega dauðans þraut, |
|
þá hvað helst er herrann Jesús |
|
hjartans fró og líknar skaut. |
|
Vilji bregðast vinir þínir, |
|
verðirðu einn á kaldri braut, |
|
flýt þér þá að halla og hneigja |
|
höfuð þreytt í Drottins skaut. |
|