Það gefur á bátinn við Grænland |
|
og gustar um sigluna kalt, |
|
en togarasjómanni tamast það er |
|
að tala sem minnst um það allt. |
|
En fugli sem flýgur í austur |
|
er fylgt yfir hafið með þrá. |
|
Og vestfirskur jökull, sem heilsar við Horn |
|
í hilling með sólroðna brá, |
|
|
|
segir velkominn heim, segir velkominn heim, |
|
|
þau verma hin þögulu orð. |
|
|
Sértu velkominn heim, yfir hafið og heim. |
|
|
Þá er hlegið við störfin um borð. |
|
|
En geigþungt er brimið við Grænland |
|
og gista það kýs ekki neinn. |
|
Hvern varðar um draum þess og vonir og þrár, |
|
sem vakir þar hljóður og einn. |
|
En handan við kólguna kalda |
|
býr kona, sem fagnar í nótt |
|
og raular við bláeygan, sofandi son |
|
og systur hans, þaggandi hljótt: |
|
|
|
Sértu velkominn heim, sértu velkominn heim. |
|
|
Að vestan er siglt gegnum ís. |
|
|
Sértu velkominn heim, yfir hafið og heim |
|
|
og Hornbjarg úr djúpinu rís. |
|