| Dm | Bb | Dm | | Góða veislu | gjöra | skal, |
|
| Gm | Dm | A | | þá ég | geng í | dans, |
|
| Dm | Gm | | kveð ég um kóng | Pípin |
|
| F | C | og | Ólöfu dóttur | hans. |
|
|
| | Dm | F | | Stígum | fastar á | fjöl, |
|
| | Bb | F | A7 | | | spörum | ei vorn | skó. |
|
| | Dm | F | Bb | Dm | | | Guð mun | ráða | hvar við | dönsum |
|
|
|
|
|
Margir halda að þetta lag sé færeyskt og ekki íslenzkt. |
|
Síra Bjarni segir, að það sé íslenskt, en hafi borizt til Færeyja |
|
eins og svo mörg önnur íslenzk vikivakalög. |
|
Þetta sögðu þeir líka Jón sigurðsson forseti og Grímur Thomsen. |
|
Jón segist muna, að móðir sín hafi oft raulað það í æsku hans. |
|
Pípin kóngur í vísunni er Pippin litli Frakklandskonungur, |
|
faðir Karlamagnúsar keisara. |
|
|
Þetta lag er notað við mikið sunginn danskan föðurlandssöng, |
|
„Paaskeklokken kimed mildt,“ sem var ortur eftir stríðið 1864, |
|
þegar Danir biðu ósigur og Þjóðverjar tóku slésvík og Suður-Jótland. |
|