Ég þekki þá ekki, sem eiga hér heima |
|
þar sem ernir þöndum vængjum sveima |
|
þar sem úlfgrátt hafið hreykir sér |
|
þar sem hrikaleg fjöllin standa ber |
|
|
Hríslur ég fann, sem festu hér rætur |
|
við fossin sem vakir, um dimmar nætur |
|
á heiðinni upp-blásnu, auðn þú fynnur |
|
þar sem örlaga nornin vef sinn spinnur |
|
|
|
Blóðbönd hvíslar kvosinn, blóðbönd hvíslar mosinn |
|
|
blóðbönd hvíslar sauðir, blóðbönd hvísla dauðir |
|
|
blóðbönd hvísla fjallið, vindurinn og hafið. |
|
|
Ég þekki þá ekki, sem sjóinn hér sækja |
|
sumar sem vetur, miðin sín rækja |
|
en ég skil þá svo vel, sem vilja ekki fara |
|
hér vaka fjöllin blá, hér vakir lífsins þrá |
|
hér lyktar sólskinið af sjó og þara |
|
|
|
Blóðbönd hvíslar kvosinn, blóðbönd hvíslar mosinn |
|
|
blóðbönd hvíslar sauðir, blóðbönd hvísla dauðir |
|
|
blóðbönd hvísla fjallið, vindurinn og hafið. |
|