Close
Without images of chords Without chords Add this song to My favourites Printable version
C
EADgbe
FBbEbabcf
F#BEac#f#
GCFbbdg
AbC#F#bebab
ADGcea
F
EADgbe
FBbEbabcf
F#BEac#f#
GCFbbdg
AbC#F#bebab
ADGcea
G7
EADgbe
FBbEbabcf
F#BEac#f#
GCFbbdg
AbC#F#bebab
ADGcea
G
EADgbe
FBbEbabcf
F#BEac#f#
GCFbbdg
AbC#F#bebab
ADGcea
View chords

Þorraþræll

Song composer: Íslenskt þjóðlag


Nú er frost á Fróni,
frýs í æðum blóð,
G7 
kveður  kuldaljóð
Kári í jötunmóð.
Yfir laxalóni
liggur klakaþil.
G7 
Hlær við hríðarbil
Hamragil.
Mararbára blá
brotnar þung og há
G7 
unnarsteinum á,
yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni
æðrast skipstjórinn,
G7 
harmar hlutinn sinn
hásetinn.
Horfir á heyjaforðann
hryggur búandinn:
G7 
„Minnkar stabbinn minn,
magnast harðindin.
Nú er hann enn á norðan,
næðir kuldaél,
G7 
yfir móa og mel,
myrkt sem hel.“
Bóndans býli á
björtum þeytir snjá.
G7 
Hjúin döpur hjá
honum sitja þá.
Hvítleit hringaskorðan
huggar manninn trautt:
G7 
Brátt er búrið autt,
búið snautt.
Þögull Þorri heyrir
þetta harmakvein,
G7 
en gefur grið ei nein,
glíkur hörðum stein,
engri skepnu eirir,
alla fjær og nær
G7 
kuldaklónum slær
og kalt við hlær:
„Bóndi minn, þitt bú
betur stunda þú.
G7 
Hugarhrelling sú,
er hart þér þjakar nú,
þá mun hverfa, en fleiri
höpp þér falla í skaut.
G7 
Senn er sigruð þraut,
ég svíf á braut.“



    Go back
icon/013_-_Cross_Santa-64.pngDavid
3.3.2009
Ef þú veist um fleiri erind endilega láttu okkur þá vita.
icon/m-033.gifÓfróður
3.3.2009
Bíddu nú við, vantar ekki eitt erindi svo þetta verði þrisvar sinnum fjögur erindi?
You must be a registered user to be able to post a message